sunnudagur, september 19, 2004

Óvænt afmælisveisla úr heiðskíru lofti!!!!

Já, það er skrítið hvað getur margt gerst í lífinu.
Brói minn hafði boðið mér út að borða á föstudaginn og í bíó, en aldrei grunaði mig þetta.
ég áti afmæli 13.september, varð 25 eftir langa bið. :)
Þar sem það var mánudagur nennti ég ekki að halda neitt og hef reyndar aldrei haldið neitt sérstaklega upp á afmælið mitt undanfarin ár.
En aftur að sögunni..........
Við fórum í bíó á rómó myndina Notebokk, sem mér líkaði mjög vel við. Guttar voru hjá ömmu og afa yfir nótt þannig að við ætluðum að njóta þess vel að vera saman, við Brói.
Í bíóinu prumpar svo einhver manneskja allsvakalega svo ég grenjaði úr hlátri (hljóðum hlátri)...Þurfti þar að auki að pissa svo eftir bíóið bað ég Bróa að keyra mig heim. Þegar ég opnaði hurðina inn mættu mér blöðrur, fólk, kerti, kökur, lúðrar og læti!!!!SURPRISE var öskrað og það leið næstum yfir mig. Aldrei hef ég vitað annað einsog djöfull brá mér!!!
Næstum allar vonkonur mínar og líka að sunnan! Gunna Vala og Sigga mættar!!! Harpa, Eva, Ísól, Níní og Bryndís. Gunni, pabbi, mamma, Jói og Guðrún! Og auðvitað Brói minn sem hafði staðið fyrir öllum þessum ósköpum!
Blóm og blöðrr út um allt, freyðivínið mitt og staup, servíettur og dúkar á borðum og meira að segja afmæliskaka!!!
Bjór í baðinu, sem var fyllt af KLAKA!!Namm namm....
Ég trúði ekki mínum eigin augum, þetta er með því fallegasta og óeigingjarnasta sem hefur verið gert fyrir mig.............og ALDREI grunaði mig neitt.. Brói minn var búin að vera alla vikuna að plana þetta með hjálp frá vinunum, sér í lagi Siggu minnar.
Ohhhhhhhh, þetta var svo gaman og allt í einu breyttist rómó kvöldið okkar Bróa í djamm.!
Og það var svo gaman. :)
Við brunuðum á Kaffi Akureyri á eftir og skemmtum okkur enn betur......
Takk allir fyrir mig, I'm forever grateful....
Reyni að láta fylgja hérna eina mynd með eða tvær... :)
Er að fara að læra,gera heimildarskraningarverkefnið og ætla svo að reikna....
Svo bíður verkfall á morgun...
Ykkar afmælisstelpa, Stína.

Engin ummæli: