föstudagur, september 17, 2004

Uppgötvanir...

Hæ gott fólk.
Dagarnir tveir undanfarið hafa farið í það sama og yfirleitt, lærdóm og þannig háttar.
Meiriháttar skemmtilegt verkefnið sem við erum að gera í íslensku, áttum að semja okkar eigið tungumál eftir strand á eyðieyju og hópurinn sem ég er með er vægast sagt skemmtilegur og hugmyndaríkur. Þetta gengur vonum framar og er flott.
Ég þarf hinsvegar að fara að herða mig í stærðfræðinni, því þar er ég víst veikust fyrir.... :(
Og tímarnir fara flestir í að leiðrétta sjálfan stærðfræðiKENNARANN!! Arg!
Svo er verið að brýna fyrir okkur vandvirkni og villuleysi! Tja!
En jæja, mín er að fara út í kvöld með karlinum!
Bara í bíó og út að borða!! Veiii!
Srákarnir ætla að gista hjá ömmu og afa í Mýró, þeim til ómældrar ánægju, vildu bara fara þangað srax í morgun!
Þannig að við skötuhjú verðum bara tvö á bæ í kvöld, en kannski maður bjóði bara einhverjum yfir!! ??
:)
Jæja, góða helgi gott fólk og ba (leyndó)ætla að fara að græja guttana. :)
Stína.

Engin ummæli: