föstudagur, maí 16, 2008

40 vikur og ekkert barn!

Hæ hæ.

Í dag er 16.maí sem er settur dagur barnsins sem þýðir í raun að það ætti samkvæmt öllu að fæðast í dag. En það er ekkert að gerast, ekkert í gangi og barnið bara vill vera inni og láta bíða eftir sér.

Stanslausar símhringingar þar sem spurt er hvort það sé ekkert að gerast, hvort ég sé virkilega ekki með neina verki er ekki að hjálpa. :O) Það sem mér finnst þó fyndnast er þegar einhver spyr mig hvort ég sé ekki dottin eða sé ekki að fara að "detta". Þetta orð finnst mér alveg agalega asnalegt en pirringurinn er kannski að segja til sín.

Ég er bara svo leið á þessari leiðindabið fyrir utan það að ég fer bráðum að tútna út af þessum bjúg sem ég er nýkomin með. Ljósan ýtti aðeins við letipúkanum í síðustu skoðun en allt kom fyrir ekki, ekkert barn enn. Við Brói erum búin að vera dugleg í alls konar "leikfimi", göngutúrum og svoleiðis en ekkert gerist. Fórum í massagöngutúr um daginn og þegar við komum heim litu puttarnir á mér út eins og puttarnir á afa gamla, feitir, þykkir og stuttir, allur bjúgurinn kominn í þá. Hehe, ótrúlega fyndið. Þetta var samt ekkert voðalega þægilegt, gat ekki einu sinni hreyft þá.

Held kannski að ég sé bara allt of spennt og upptekin við að hugsa um að barnið sé að fara að koma og eigi að koma að það hættir bara við allt saman. :O)

Gaurarnir hafa lagt sitt af mörkum þessa síðustu viku meðgöngunnar sem hófst á því að Siggi veiktist á sunnudaginn síðasta og síðan fylgdi Gústi í kjölfarið núna á miðvikudaginn þannig að við Brói höfum verið bundin með annan fótinn heima en höfum þó farið út að labba og tekið bílinn okkar í gegn. Þeir sem hafa þegið far með mér einhvern tíman geta ímyndað sé að kominn hafi verið tími á það svosem. En þeir eru sumsé enn veikir gaurarnir og ég krosslegg bara puttana að fá ekki þetta ógeð sem þeir eru með ofan í yfirvofandi fæðingu. Vá, þetta er sennilega svartsýnasta blogg sem ég hef skellt hér inn í góðan tíma en þolinmæðin er á þrotum og aðstæður ekki alveg eins og best verður á kosið.

Ég hlakka þó alveg hrikalega til þegar eitthvað gerist og það er ekki oft sem maður liggur á bæn og biður um að verkirnir fari að byrja. :O) Fer bráðum að öskra eins og í Tal auglýsingunni (Viltu LÆKKA!) VILTU FÆÐAST!! :O)

Kveðja, Turner bjúgkúla með fleiru.

3 ummæli:

Sigga Gunna sagði...

Hæhæ, hef einmitt verið að kíkja hérna inn annars lagið svona til að forvitnast um það hvort að það vri eitthvað búið að gerast hjá þér :) En barnið kemur víst bara þegar það kemur... Gangi þér ofboðslega vel elsku Stína mín. Bestu kveðjur til strákanna þínn frá mér .

Nafnlaus sagði...

nú spyr ég bara strákana daglega, Siggi sagði mér í dag að ekkert væri að gerast, góma hann aftur á morgun hehe...gangi þér vel elsku Stína
kveðja Alda

Nafnlaus sagði...

Loose [url=http://www.greatinvoices.com]invoice online[/url] software, inventory software and billing software to create competent invoices in bat of an eye while tracking your customers.