miðvikudagur, maí 28, 2008

Herra Ingólfur Bjarki

Hæ hæ allir saman og afsakið töfina.

Héðan er svo sem allt gott að frétta þannig séð nema það að við erum á barnadeild FSA í þessum töluðu þar sem litli drengurinn okkar er í rannsóknum. Það er ekkert alvarlegt sem hefur komið úr þeim, nema það að gulan hefur verið að stríða honum þannig að hann hefur ekki nennt að nærast nóg.

Hann, þessi gullfallega elska fæddist kl. hálf tvö þann 26.maí og var 54 cm og 16 merkur. Allt gekk vel og fæðingin tók nokkuð fljótt af. Hann er alveg ótrúlega fallegur, með mikið hár, fínlegur með six pack. Við erum sumsé búin að skíra hann hérna í kapellunni áður en við fórum heim og heitir hann Ingólfur Bjarki, sem er sameiginleg niðurstaða famelíunnar eftir milljón uppástungur síðustu mánuði. Strákarnir okkar komu með nafnið og okkur finnst það alveg jafn fallegt og hann er. Það hæfir honum ótrúlega vel.

Daginn eftir að við komum heim, í gærdag var hann kominn með hita, hættur að drekka, var óvær og var orðinn frekar gulur miðað við aldur. Hann fór því hingað í test sem öll komu vel út. M.A var tekinn vökvi úr mænu og fleira sem allt hefur komið fínt út. Vona bara að það haldi áfram. Hann var í ljósum í nótt og fékk sýklalyf strax í gær. Þetta hefur verið erfitt en gott að vera öruggur. Hann hefur staðið sig eins og hetja og ég er mjög sátt við það. Er sjálf ótrúlega hress, þetta hefur tekið á og sólarhringarnir tveir verið ansi annasamir og flóknir, en þetta er allt í áttina.

Mig langar að biðja ykkur að dreifa fréttum af drengnum, nafni og fleiru ykkar á milli þar sem ég varð inneignarlaus þegar ég var að reyna að sms-a liðið þannig að sumir fengu skilaboð en aðrir ekki. Það var engin goggunarröð, bara tilviljun. :O)

Svo stóð auðvitað til að skella inn myndum og láta fleiri vita en eins og sést að ofan hefur tíminn farið í annað. :o( Við munum vera hérna næstu tvo daga og ég reikna með að taka því síðan rólega heima og hitti ykkur svo þegar þetta allt er afstaðið. Skelli kannski inn myndum í kvöld ef tími er til.

Kær kveðja, Stína, Brói, Ingólfur Bjarki og stóru bræðurnir flottu.

Engin ummæli: