fimmtudagur, maí 22, 2008

22.maí runninn upp

Jamm og jæja, mín komin aftur frá doksanum.
Fór í mónítor, mat, sónar og svo hreyfði læknirinn aðeins við belgnum.
Þegar við komum upp á deild tók á móti okkur ljósan sem tók á móti Gústa hér um árið, alveg frábær manneskja. Ég fór í mónitor sem kom mjög vel út en þegar við síðan fórum í sónarinn sagði læknirinn að það hefði ekkert upp á sig að giska á stærðina, það væri ekki að marka það. En hún þreifaði mig og sagði að barnið væri ekki stórt...sem betur fer. Síðan hreyfði hún rækilega við belgnum og gaf mér tíma næsta fimmtudag í belgsprengingu ef ekkert hefur gerst.

Þegar við síðan vorum búin þar bauð ljósan mér nálastungur til að koma einhverju af stað sem ég auðvitað þáði. Ég lá því með nálar, eina í hvorum fæti, eina í hvorri hönd, þrjár eiginlega í rassinum (eða fyrir ifan hann í mjóbakinu) og svo eina á milli augnanna! Mjög fyndið og mjög spes upplifun sem ekki gleymist í bráð. En þá er víst ekkert annað að gera en að bíða, sem er reyndar einmitt það sem ég hef gert síðustu daga, vikur og mánuði. Kannski það gerist eitthvað í kvöld yfir æsingnum vegna forkeppninnar? Vonum það bara. Ef eitthvað gerist skelli ég því hér inn eða sendi ykkur skiló elskurnar. Hafið það síðan gott. ég veit að ég mun gera það, á að taka því rólega eftir nálastungurnar.

Kv. Turner kúla.

Engin ummæli: