þriðjudagur, maí 20, 2008

20.maí

Jamm, enn ekkert að gerast og spennan í hámarki.
Fór í mæðró í dag og blóðþrýstingurinn eitthvað að stríða mér svo mér var sagt að chilla aðeins. Hef einmitt farið mér einum of geyst í öllum húsráðunum, hehehe. Búin að taka alþrif og allt en ekkert gerist þrátt fyrir það allt saman. Aumingja karlinn orðinn úrvinda þó við förum ekkert nánar út í það. En honum hlýtur að vera farið að líða eins og húsdýri eða eitthvað og þetta allt orðið partur af heimilisstörfunum. Ljósmóðirin ýti aftur við belgnum og fann ekki mikla breytingu frá því síðast. Kollurinn á ekki að vera stór samkvæmt áliti hennar en ég er orðin frekar stressuð um að barnið fari að verða eins og Siggi litli nýfæddur, tæp 5 kíló. Býð ekki alveg í þann pakka svo ég vona bara að allt fari að gerast og óska eftir sterkum hríðarstraumum frá ykkur krúttin mín.

Fer annars í mónítor, skoðun, vaxtarsónar og dagsetningu á gangsetningu á fimmtudaginn svo ég get skellt inn fréttum þá. Eitt er samt víst, eftir 9 daga verð ég í síðasta lagi gangsett. :O) Svo barnið fæðist vonandi alla vega um þar næstu helgi. Allt er ready nema barnið sjálft, hehe.

Heyrumst krútt og takk fyrir kveðjurnar.
Kv. Stænerinn.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég sendi þér strauma og gangi ykkur vel þegar kemur að stóru stundinni.
kv. Eyrún

Sigga Gunna sagði...

Já, ég sendi þér líka voða hlýja strauma hérna úr Reykjavíkinni :o)