sunnudagur, nóvember 23, 2008

Sunnudagur

Já, kominn sunnudagur og aldeilis farið að styttast í jólin.
Ég er búin að vera í verkefnavinnu síðustu daga....jamm, ekkert nýtt við það. Verkefnunum er að fækka og ég er farin að sjá fyrir endann á þessu öllu saman og hlakka svo til að geta byrjað að skreyta. :O)

Það verða aldeilis kósí jól, einn að upplifa sín fyrstu og við erum öll voða spennt og strákarnir eldri aldeilis að detta í jólagírinn. Þeir vilja bara skreyta og bak og enn einu sinni segi ég nei, við verðum aðeins að bíða, ég þarf að klára verkefnin fyrst.

Döhhh, mikið hlakka ég til þegar ég verð byrjuð að vinna, alls ekki út af því að það sé minni vinna, heldur verður örugglega meira að gera, en aðallega af því að ég get þá alveg hent upp einni og einni seríu. Mér finnst ég nefnilega alltaf þurfa að klára verkefnin fyrst þegar ég er í skólanum, kannski eitthvað sálrænt, en þau eru svo mikið unnin um helgar eða "á helgunum" eins og góð vinkona mín segir. :O)

Sá stutti er alltaf að braggast og mannast aðeins meira, aðeins farinn að hlunkast áfram og í gær tók hann sig upp og settist bara upp, fór af fjórum og mjakaði sér upp á rassinn. Jamm ,skrítið hvað þeir eru ólíkir allir.

Annars gengur lífið bara sinn vanagang og er yndislegt eins og alltaf. Eins og Gústi minn sagði um daginn þá er kreppa nú bara eitthvað úr bringusundinu, beygja, kreppa, sundur, saman. :O) Stundum er nefnilega hollt að horfa á lífið frá augum barnanna.

Engar myndir í þetta skiptið, er farin að efast um að einhver sé að skoða þetta, en þær koma þá líka bara næst.

Kveðja, Turner.

1 ummæli:

Sigga Gunna sagði...

Alltaf gaman þegar vitnað er í mann ;)