sunnudagur, nóvember 09, 2008

Ingólfur Bjarki-smá syrpaJamm, ég er mjög montin af flottu strákunum mínum...

Þessi nýji er búinn að stækka svo mikið að ég trúi því varla sjálf stundum. Mér er lífsins ómögulegt að skilja hverjum hann er líkur. Eitt augnablikið finnst mér hann vera alveg eins og ég, næsta alveg eins og Brói og svo auðvitað strákunum. Málið er nefnilega það að hann er svo mikið að mótast núna finnst mér. Efri gómurinn er orðinn vel bólginn og hann er að reyna að skríða alltaf hreint. Í morgun tókst honum svo loksins að fara upp á hnén en ekkert skrið enn, nema afturábak... :O)


Skelli hér inn myndum af honum síðan á gólfæfingu í morgun og baráttunni við fitness pakkann, sem honum fannst bara æði!

Svo má gjarnan skella inn kommentum um það hversu líkur hann sé mömmu sinni.


Kveðja, Turner.

Engin ummæli: