fimmtudagur, nóvember 06, 2008

Fimm mánaða tannálfur!

Jamm, tíminn líður hratt á gervihnattaöld og sá stutti kominn með tvær spánýjar tennur!

Lífið gengur annars sinn vanagang, mig dauðlangar að klára öll verkefni fyrir jólin svo ég geti andað og líka stokkið í smá framkvæmdir, mála eða eitthvað. Fékk einmitt 8,7 úr verkefni og fyrirlestri sem ég hélt í stjórnun og það var smá svona staðfesting að ég sé á réttri hillu. Gaf mér smá boost til að halda áfram. Það er ekki auðvelt að vera í fullu námi og rúmlega fullu heimili, en þetta gengur og kemur allt með kalda vatninu. Litli er búinn að vera kvefaður og örlítið pirraður út af tönnunum en það er nú allt í lagi, hann er svo ótrúlega rólegur og góður samt. Handóður jáhá, en rólegur líka. :O)

Slatti eftir af verkefnum, en saxast þó á. Hefur verið erfitt að finna tíma en gott að fá góða hjálp. Tengdó eru búin að vera rosalega dugleg og finnst alveg agalega gaman að gaurnum, enda er hann orðinn svo mikill krakki. Brói er í fæðingarorlofi í desember svo það verður ekkert smá kósí þá.

Svo er það bara diplomaverkefni eftir áramót+10 einingar í skólanum og þá vonandi útskrift í júní. :O) Anda inn og anda út, anda inn og anda út. Set hér inn nýja myndaseríu af litla gaurnum fyrir þá sem það vilja :O) Það meira að segja sést smá í tvær geiflur í neðri góm á einni þeirra. Ætla að halda áfram að læra, frímó búnar.

Kveðja, Turner.

Engin ummæli: