fimmtudagur, maí 29, 2008

Komin heim!

Langflottastur!
























Komin heim og allt gengur vel. Losnaði við allt fyrr en ætlað var og þessi snilli fékk að fara fyrr heim en ella og ekkert kom út úr ræktunum þannig að sennilega var þetta bara gula og ekkert annað. Við erum mjög fegin að þetta var ekkert alvarlegt en upplifunin var samt erfið en ekkert hræðileg. Varð að skella inn einni góðri hérna af honum í essinu sínu, söddum og sælum.


Ingólfur Bjarki stóð sig eins og hetja þó hann væri stunginn og skoðaður í bak og fyrir. Fólkið á deildinni var frábært en það er voðalega gott að vera komin heim. :O) Gaurinn sefur og drekkur og gleður okkur þess á milli, ekkert smá flottur.










Kær kveðja, Stína.

1 ummæli:

Sigga Gunna sagði...

Fallegt nafn á fallegum dreng :o) Bestu kveðjur til ykkar allra og stórt knúss til þessa nýja gullmola. Mússí múss...