miðvikudagur, maí 28, 2008

Ingólfur Bjarki
Hér er þessi dýrlegi drengur á ýmsum augnablikum þessa fyrstu daga sem hann er til.
Varð bara að henda inn myndum og monta mig. Allt gengur vel og hann braggast mjög vel hér undir góðu eftirliti og paranojaðri mömmu. :O) Hann er duglegur að drekka en er með sondu til að bæta við enn sem komið er þannig að hann jafni sig hraðar. Hann er ótrúlegur sjarmör og heillar alla hérna upp úr skónum þannig að mamman og pabbin eru að rifna úr monti yfir þessum frábæra strák. Myndirnar eru kannski út um allt, en alla vega til staðar. :O)

Bið að heilsa, er farin í háttinn og svo aðeins að kíkka á hann í nótt. Biðjum innilega að heilsa og njótið myndanna vel. Kv. Stína og strákarnir 4!
Kveðja, Stína.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

elsku stína og strákarnir 3..
hjartanlega og innilega til hamingju með litla guttann og nafnið hans er mjög fallegt
kærar kveðjur og knús að sunnan
sandra

Sonja sagði...

Elsku fallegi frændi ynnilega til hamingju með þetta fallega nafn:) og að sjálfsögðu Elsku Stína og Brói og strákar ynnilega til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn! Ekkert smá fallegur drengur hér á ferð;) En vonandi hittumst við nú eitthvað í sumar, vonandi komumst við á ættarmótið:$

Kv. Álfskeiðungarnir (Sonja og Co)

Guðbjörg sagði...

oohh hann Ingólfur Bjarki er dýrlegur og hann á öruggleg eftir að halda áfram að heilla alla =o)
Kær kveðja til ykkar allra.
Guðbjörg, Auður Eva og Atli Rúnar

Nafnlaus sagði...

Oohh dúllan. Innilega til hamingju með þennan fallega dreng og fallega nafn.

Kveðja
Eyrún, Víðir, Áki og Kristjana Mjöll