þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Lífið heldur áfram

Jamm, ég vil byrja á því að afsaka þessi tæknilegu mistök sem urðu hér síðustu vikur....ég hef ekkert bloggað, vona að fólk veiti mér uppreisT æru og fyrirgefi mér.
Ég tók sumsé áskorun frá henni Heiðu gells og ákvað að blogga aðeins, veit samt ekkert hvað ég á að skrifa. Síðan ég skrifaði síðan hef ég lent í árekstri og skemmt bílinn hans pabba, skilað einu eða tveimur verkefnum, farið í leikskólaheimsókn, gert kvikmynd, valið ný gleraugu og keypt handa Gústa, keypt ný loftbóludekk undir bílinn, haldið áfram með handavinnuverkefnið mitt (á samt enn eftir að gera pappírinn úr skítnum fyrir forvitna), áttað mig á því að ég get allt sem ég vil, því ég lifði það af að halda fyrirlestur á ensku!! Jamm, þetta er svona nokkurn vegin það sem ég hef gert fyrir utan það að hugsa um bú, börn og Bróa. :O)
Ég er bara hress og hlakka til að klára öll verkefnin sem bíða svo ég geti farið að baka og skreyta, því krakkar það eru að koma jól!!!!
:O)
Kv. Turner

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hef nú líka séð að þú ert kominn með nýjan síma, gleymdir því alveg. hefur ekki farið fram hjá mér, alveg að springa úr monti.

p.s. minn er samt flottari still ;)
kv. Brói

Stina sagði...

Haha, ég á nú ekki bara einn síma, heldur tvo!! Og þeir eru ekki síðri en þinn. :O)
Annar getur sent mms og svona.
Koss til þín, samlokusímagaurinn minn.

Aðalheiður sagði...

Já ég frétti að þið væruð bæði komin með nýja síma og annað meira að segja stelpusíma :) En Stína þú verður að segja mér frá þessum pappír sem þú ert að fara að gera!!!

Sigga Gunna sagði...

Jújú, Friðlaugur var með mér í bekk í menntaskólanum :o) Á hann ekki einmmitt heima í sömu blokk og mamma þín og pabbi?

Nafnlaus sagði...

Halló Stína, takk fyrir kommentið inn á síðunni minn:) Ég og Hanna vorum að pæla í að kíkja kannski á þig á milli jóla og nýárs ef þú ert ekki að drukkna í öðrum skyldum....
Ég heyri seinna í þér með það, kv. Silja