miðvikudagur, september 20, 2006
Allt að gerast. :O)
Jamm, fyrsta verkefnið í leikskólafræði við það að fara úr húsi og held ég bara að það hafi gengið aldeilis ágætlega. Mér hefur bara verið að ganga ágætlega í þessu öllu saman en framundan eru núna ansi strembnir tímar. Þannig er mál með vexti eða vöxtur á máli að maðurinn minn, hann Brói, er að fara að vinna eins og maniac næsta mánuð. Hann mun vera bæði á dag- og næturvöktum í sömu andrá og því nýta allan "aukatíma" sem hann hefur til svefns, ráðagerða og áts. Þannig standa öll spjót á mér að vera einstæð móðir í mánuð! Ég hlakka ekki alveg til, en læt mig þó hafa það. Þarf reyndar að þjóna honum eitthvað þannig að ég verð eins og einstæð móðir með hjásvæfu sofandi inni í herbergi. Svo í næsta mánuði er ég í tveimur kúrsum sem báðir telja samtals 5 einingar, sem kenndir eru í lotu. Þannig að þá verður fjandinn laus. En á einhvern furðulegan hátt þá hlakka ég bara ótrúlega mikið til. Þann 30. september er ég svo boðin í brúðkaup! Í fyrsta sinn síðan ég varð fullorðin! Og það er hjá henni elskulegu vinkonu og frænku Gunnu Völu. Ég hlakka til en veit ég mun gráta. :O)
Heyrumst.Turner.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Ohhhh I Love you baby.
Þú ert best.
best
best
best
Brói.
ATH. Nokkuð seint skrifað comment. (2:33 AM )
Er að vinna í því að snúa sólarhringnum við ;)
Love You Forever.
Brói.
Ohh þið eruð svo væmin :)
Það virðist vera nóg að gera hjá ykkur fjölskyldunni!
Já og Stína hvar finnur þú þessar gourmei myndir af sjálfri þér? hahaha
Haha, allar myndir af mér eru gourmet. :O)
Það er bara alltaf nóg að gera hér og já, við erum hrikalega væmin. Allir hérna í Snægilinu á bleiku skýi. :O)
veistu að þetta með bleika skýið kemur mér bara ekkert á óvart :)
Skrifa ummæli