miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Nóg að gera þótt kaupið sé lágt

Já, þessa frábæru setningu á hann Brói minn, segir hana í tíma og ótíma, sér í lagi þegar ég kvarta yfir að það sé alltof mikið að gera. Héðan er allt frábært að frétt, ég byrja í skólanum 28. og það lítur út fyrir að ég verði ekki í nema 21 einingu þannig að það verður ekki alveg eins mikil geðveiki í gangi og stefndi í, en þó nóg að gera. Ég er búin að vera að læra fyrir námssálarfræðina síðustu daga og það gengur fínt, man alveg ótrúlega mikið ennþá, enda var það hún Sigrún okkar yndislega Sveinbjörnsdóttir sem kenndi námssálarfræðina. Þessi kona er náttúrulega bara eðalmannsekja, svo góð og ljúf og algjört rassgat eins og við sögðum stundum um hana stöllurnar. Svona kennara á bara að fjöldaframleiða hún er svo mikill gullmoli. En já, nóg um það. Síðustu daga hef ég átt í heilmiklum vanda með yngri son minn. Þannig er mál með vexti að hann er að missa tennurnar, hann er búinn að missa tvær, neðri framtennurnar og búinn að fá þar tvær risa glænýjar í staðinn. Það er ekki málið, heldur er hann svo logandi hræddur við blóð og mikil kveif að það má ekki snerta tönnina! Svo þarna lafir hún laus og það er búið að reyna bókstaflega allt, múta, kaupa, bjóða, ljúga, hóta og svo má lengi telja. En tönnin er heilög og hana skal ekki snerta! Annað mál með þann eldri þar sem hann sér sér hag í að slíta þær úr þar sem tannálfurinn hafði verið svo vænn að gefa honum 500 kall fyrir þá síðustu. Já, þeir eru ekki líkir gaurarnir. Ég er búin að versla allt skóladót fyrir gaurana, á bara eftir að kaupa eitthvað sem heitir klemmuspjald og ég held að sé svona plastmappa með klemmu til að nota til útivistar eða rannsókna. Eins og hagsýnni húsmóður sæmir hef ég verið að safna í sarpinn og verið að eltast við þessi krónu tilboð öll saman og sloppið bara svona helv.... byrlega. En jæja, best að fara að skella í brauðvélina mína yndislegu og hugsa um frábæru gaurana mína alla 3. Svo er bara ættarmót í Löngumýri næstu helgi þar sem við munum bara chilla í sundlauginni og öllum 20 og eitthvað herbergjunum sem eru þar. Og ég hlakka svo til!!!!!!!!!!!!!! Bið að heilsa ykkur öllum saman elsku krúttin mín. Ohhhh hvað ég sakna sultanna minna allra... :O(

6 ummæli:

Guðbjörg sagði...

Mússí múss, ég sakna þín líka...við verðum að fara að hittast!!!
...ég verð reyndar ekki viðræðuhæf fyrr en eftir 25. ágúst vegna anna við barnauppeldi, vettvangsnám og síðast en ekki síst próflestur:)
Svo þangað til hafðu það sem allra best og ég óska þér góðs gengis í prófinu:)

Stina sagði...

Sömuleiðis múffan mín.
Merkilegt að börnin okkar séu orðin grunnskólabörn. :O)
Hittumst bara rosalega hressar helgina eftir prófin í penthousinu hennar Siggu. ;O)
Kv.Turner.

Nafnlaus sagði...

Sendu Gústa bara til mín, ég ætti nú að geta rifið fleiri tennur úr honum:)

Nafnlaus sagði...

Gleymdi að segja kv.... Guðrún

Nafnlaus sagði...

Hæ dúllan mín, bara að kvitta fyrir mig. Alltaf gaman að lesa bloggið þitt :D

Nafnlaus sagði...

Nokkrum dögum seinna skrifað frá brósa hmmmmmmmm.

Varst með áhyggjur að fá einkunn.

Hver fékk 10 í einkunn.......

váaaaaa
til hamingju með árangurinn.
Þetta eru nógu há laun hjá mér allavega ef þér gengur vel :)