miðvikudagur, september 10, 2008

Gamla tuggan um hvað tíminn líði hratt

Jamm, það er merkilegt hvað tíminn getur flogið hjá þegar mikið er að gera.

Ingó stækkar þvílíkt á hverjum degi og hann er sko búinn að mannast alveg þvílíkt mikið. Síðasta vika fór í lotu í skólanum hjá mér eða réttara sagt "okkur" mæðginum og allt gekk vel. Ég sveiflast svolítið á milli þess að vera hrikalega ánægð með að hafa drifið mig í að sjá hrikalega eftir því. Allir græða svo sem þegar upp er staðið en ég verð að játa að í byrjun var þetta ansi yfirþyrmandi en ekkert er óyfirstíganlegt. Hef bara ákveðið að taka mottó landsliðsins bókstaflega og gera mitt besta. :O)

Stundum hugsa ég til baka og sé hversu mikið hefur gerst í lífi mínu síðustu 10 ár og vá hvað margt er breytt síðan þá. Stundum finnst mér ég vera alveg hrikalega gömul en þá næstu finnst mér ég bara enn vera 17 ára. Er bara ákveðin í að njóta áranna framundan hvað sem tautar og raular og hversu mikið lesefni sem ég á eftir læt ég það ekki trufla mig. Ég er svo heppin að eiga gott fólk að sem hefur hjálpað mér í gegnum þetta allt saman og er enn að bjóða hjálp sína. Brói er algjör hetja og gerir mikið hérna heima, leggur sitt alveg til hliðar fyrir mig en mér líður reyndar skringilega að vera eins og einhver prinsessa á bauninni en kannski er það allt í lagi, námið skipti okkur jú öll miklu máli. Það er bara svo gott að finna svona samhug og stuðning. Ingó hefur verið rosa duglegur, fyrstu dagarnir í pössuninni voru ekki auðveldir og ýmis skemmtiatriði stóðu honum til boða en hann vildi bara túttuna hennar mömmu. Svo komst hann fljótt á lagið og allt gekk miklu betur. En jæja, best að fara að tala við litla krúttið, hann liggur hér á gólfinu og rífst við þvottadallinn, haha. Þvílík hljóð í einum gaur, haha.




Síðustu dagar hafa beisikklí farið í að hugsa um Ingó, eyða hverri vökustund í lestur og skóla og svo er eldað og gengið frá á kvöldin og án gríns.....sofnað um 9 leytið! Ótrúlegt hvað maður er þreyttur alltaf hreint, enda þvílíkt mikið að gera. En svona vildi maður víst hafa þetta. :O)


Skelli hér inn nokkrum vel völdum af litla feita mömmustráknum fyrir ykkur að dást að. :O) Hann er að verða rosa gaur eins og sést, farinn að gera kúlur og heldur að hann sé voða klár að halda á snuddunni sinni og leika sér eins og stóru strákarnir.

Kv. Stína bína.

2 ummæli:

Guðbjörg sagði...

Gvöööð hann er svooo mikið krútt mig langar bara að kreista hann...verð annars að fara að sjá ykkur áður en þið verðið elliær ;O)
...og þú átt pottþétt eftir að massa þetta nám Stína mín...hef fulla trú á þér =O)

Unknown sagði...

Hey hey og til lukku með þann nýja, heldur flottur, Já og betra er seint en aldrei er það ekki :-) en Brói var að segja mér frá þessari síðu núna :-) :-) skilaðu kv til Sigga og Gústa Casanova og náttl. ekki gleyma Ingó þó hann þekki mig ekki enn... (veit ekki hvort þú manst það en ég fékk ansi skemmtilegar sögur hjá þeim bræðrum síðast þegar ég kom til ykkar, og segðu þeim að þeir verði að vera klárir með nýjasta slúðrið þegar ég kem næst... :-) Hafið það rosa gott og gangi þér vel að nema.............