mánudagur, september 15, 2008

29 baby!

Úff já, það er ekki hægt að neita því að það fór hrollur um mig þegar ég vaknaði á laugardagsmorguninn og fattaði að ég ætti afmæli! Árin....29 talsins, ekki alveg að fatta þetta. Að maður sé að verða þrítugur á næsta ári er bara lygilegt. Finnst ég ekkert hafa elst og finnst einmitt frekar eins og ég hafi aldrei áður verið eins hraust og sterk og núna. Hrörnunin ekki farin að segja til sín ennþá, hehe.



Dagurinn var yndislegur, við fórum í sund í Glerárlaug, heimsókn til tengdó og svo gaf ég körlunum mínum Brynju ís. Kvöldið var svo ekki af verri endanum, Bróa steiktar mjúkar svínalundir, rauðvínssósa, smjörsteiktir sveppir og grænmeti! Mmmmmmmmmm. Um kvöldið kíkkaði mamma ( pabbi lasinn :( ) svo í heimsókn ásamt Fúsa bróður sínum og Bubbu konunni hans. Við buðum upp á heimabakaða franska súkkulaðiköku með heslihnetum og pekan, bárum fram vanilluís, jarðarber og rjóma með henni og það tókst agalega vel. Var bara mjög kósí kvöld og fullkominn endir á góðum degi. Guttarnir mínir fengu að vaka lengi og kúrðu svo uppí hjá okkur Bróa. Það var þröngt á þingi en voða notalegt.


Fékk nokkrar kveðjur sem ég þakka hér með fyrir.
Leyfisbréfið mitt var að detta inn um lúguna.

Hér með er ég formlega orðin grunnskólakennari!

Mússí múss, Turner.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

til hamingju með árin 29 og sérstaklega til hamingju með leyfisbréfið þitt.. flott hjá þér skvís ;)
kveðja sandra