Við fórum í skoðun í gær og sprautu sem gekk alveg hrikalega vel, drengurinn blikkaði ekki einu sinni. Hann var hvorki meira né minna en rétt tæp 7 kíló, þar af hafði hann sumsé þyngst um heilt kíló á þremur vikum. Ekki nóg með það heldur er hann að ná 63 eða 64 cm! Greinilegt hvað tíminn líður hratt. Hann kjáði framan í alla í skoðuninni nema hjúkkuna, var bara hræddur við hana og sendi henni skeifu og nokkur vel valin öskur, en það er nú allt í lagi að láta heyra í sér annað slagið. Hann heldur áfram að sofa á næturnar og ég krossa putta að það hætti ekki, er á meðan er. Svo er hann enn svona yndislega glaður og góður, farinn að grípa leikföng, skoða dót og reyna að snúa sér af baki á magann. Svo gæti ég trúað að það styttist í litlar tönnslur, alla vega er slefið meira en eðlilegt getur talist fyrir utan það að báðir hnefarnir á drengnum eru alla jafna uppi í honum. :)
Ég get eiginlega ekki útskýrt hversu mikið þessi draumaprins hefur gefið mér og ég er sannfærð um það að börn eru framtíðin og það eina rétta sem maður gerir í lífinu (ef maður getur) er ða eiga börn. Maður getur tekið allskonar rangar ákvarðanir og réttar svosem líka, en þegar uppi er staðið eru börnin okkar einu ákvarðanirnar sem alltaf fylgja okkur og gefa okkur meira en nokkur orð fá lýst. (Á meðan ég skrifaði þessar línur kúkaði Ingó á leikteppið sitt...bleyjulaus! Haha, frekar fyndið.
Framundan er svo fullur skóli eins og ég hef sagt fyrr, byrjar í raun á sunnudaginn, fótboltamót á laugardaginn á Húsavík svo það er nóg að gera.
Ég er búin að kaupa bækur og hef aðeins opnað þær en það er ótrúlega lítill tími egar svona lítil kríli fá svona mikla athygli. :O) Brói hefur ofaní allt verið að vinna mikið, er eiginlega á tvöföldum vöktum, dag- og næturvöktum þannig að pressan hefur verið á mér. En það er að fara að breytast. Er því með örlítinn kvíða-og tilhlökkunarhnút í maganum þessa dagana.
Skelli hér inn einni góðri af Sigga á leið í 80's party. Mamman sá um þennan kúl búning og þessa vel útfærðu greiðslu enda reynslunni ríkari eftir 80's þema HA og Sultuklúbbsins hér um árið, sælla minninga! Skemmst frá því að segja þá vann drengurinn til verðlauna, enda var hann með gloss, glimmer í hárinu og allt!
Kv. Turner.
1 ummæli:
Þú ert nú alltaf jafn ofur Stína mín! Sendi þér bara góða strauma. Annars hefur allt gengið voða vel hjá mér, vona allavega að listli grísinn minn verði jafn stilltur þegar hann kemur út og hann er búinn að vera hingað til. Slapp alveg við þessa "margrómuðu" ógleði og hef bara verið mjög hress. Finn samt núna að ég er ekki lengur með eins mikið þrek og áður... enda komin á 21. viku.... Finnst þetta allt saman annars bara mjög spennandi :o) BEstu kveðjur og stór knús til ykkar allra
Skrifa ummæli