Jæja gott fólk og verra. :O)
Héðan er allt gott að frétta, mikið að gera á þessum síðustu tímum áður en skólarnir byrja hjá okkur og af nógu að taka í tiltekt og frágangi ýmis konar. Það er ekki mjög margt sem kemst í verk með einn lítinn gutta á kreiki en samt ótrúlega miklu áorkað, enda er hann svo mikið rassgat, rosa þægur og góður.
Veit svosem ekki alveg hvað ég á að skrifa hérna, er á milli mjalta og messu alla daga núna, verið að safna upp í mjólkurkvóta fyrir skólann, enda þarf barnið að vera með brjóstið í fjarnámi þá daga sem ég verð í skólanum og því af nógu að taka. Hann stækkar með hverjum deginum, þetta líður alveg ótrúlega hratt og liggur við hraðar en með hina einhvern veginn, enda svosem hellingur að gera.
Ég er komin í átak, er orðin leið á að vera fituhlussa sem aldrei passar í fötin sem fást í búðunum, nenni ekki að hoppa af kæti ef ég finn fitubolluföt í minni stærð sem passa og kaupa þau síðan óháð því hvernig þau líta út. Vil bara geta keypt það sem mér finnst flott og beðið um mína stærð. Ég er því komin í tóma hollustu án einhverra öfga, enda með litla kútinn á brjósti. Vona bara að þetta gangi vel, er alla vega mjög langt frá því að springa núna. Langar ekkert í nammi eða gos.
Strákarnir voru á skólasetningu í morgun og eru að byrja í 3. og 5. bekk, ekkert smá orðnir stórir maður. Báðir komnir á 2. hæð í Giljaskóla, sem þeim yngri finnst voða sport. Þeir eru alltaf að kjassast í þeim stutta og eru mjög góðir við hann, afbrýðin bitnar meira á mér sem er svosem ágætt þannig séð. Líst bara vel á þessa skólabyrjun hjá þeim en þarf að fara að huga að minni núna. Róðurinn verður örugglega ansi þungur, er að fara í 15 eininga nám nú í haust og síðan aðrar 15 eftir áramót. Námið er í stjórnun en ég tek tvö valfög þessa önnina sem ég hlakka mikið til að taka. Hlakka mest til en er þó með smá hnút í maganum sennilega samviskutengdan vegna Ingólfs Bjarka. Held samt að þetta reddist allt saman. :O)
Æji, skrifa meira seinna, skelli hér inn nokkrum vel völdum af þeim þriðja, öðru nafni Ingó. Ansi flott svipbrigði sem hann er farinn að setja upp :O)
Æji, skrifa meira seinna, skelli hér inn nokkrum vel völdum af þeim þriðja, öðru nafni Ingó. Ansi flott svipbrigði sem hann er farinn að setja upp :O)
Við heyrumst síðan seinna. Kv. Turner.
3 ummæli:
Enn gaman að fá smá fréttir af ykkur...Ingólfur Bjarki er orðinn svooo stór og ekkert smá sætur :)
...verð að kíkja á ykkur fljótlega!
knús og kossar frá Skagaströnd
Guðbjörg =O)
Hæ frænka! hann Ingolfur er svooo sætur!! likur Sigga og Gusta!! ;) og til hamingju með utskriftina i sumar! við ætlum sko að fa að sja litla frændann tegar við komum norður hvenar sem tað verður ;) hafið tað gott! kv Daggros, Hjalti Mikael og Ronald Bjarki ;)
Halló. Hann Ingólfur hefur heldur betur stækkað síðan við sáum hann síðast. Hann er bara sætur:o)Við hlökkum til að sjá ykkur, sem allra fyrst:o)
Kveðja frá ruglaða bróður þínum og fjölskyldu hans í Gullsmáranum, eða er kannski meira viðeigandi að segja Silfursmári miðað við atburði síðustu daga:o) Áfram Ísland:o)
Skrifa ummæli