Já, það er alveg hreint ótrúlegt að það séu ekki nema 9 vikur þangað til ég verð búin með þetta vettvangsnám og þar með allt námið mitt. Mér finnst reyndar enn skrítnara en það að ég sé gengin svona ótrúlega langt með litla krílið, á ekki eftir nema 17 vikur! Það er ekkert smá stutt síðan ég var bara ekkert að pæla í barneignum því ég var svo upptekin í skólanum en nú er allt að gerast og það í einu.
Litla krílið er algjör prakkari, sparkar í mig við hvert tækifæri og hefur alltaf verið á fullu í sónar. Við höfum ekkert fengið að vita um kn enda vita það flestir sem mig þekkja að ég hefði ekki tekið mark á því hvort sem er. Á jú tvo drengi sem voru stelpur í sónar. :O) Flestir eyða miklu púðri í að giska á og sannfæra mig um að þetta sé stelpa en ég hef bara ekki grænan grun og er alveg sama hvers kyns litla krúttið verður. Það er samt endalaust gaman að pæla í því og ég hlakka mikið til að sjá þetta nýja andlit.
Meðgangan og námið gengur fínt enda er ég í 10 vikna vettvangsnámi og það verður hugsanlega erfiðara með hverri viku héðan af. Ég er ennþá ótrúlega ekkert mjög ólétt og er enn undir þeirri þyngd sem ég var í þegar ég varð ófrísk, merkilegt nokk þá fæ ég engar skammir í þetta sinn í mæðraverndinni og það er munur! Ég er farin að hlakka all verulega til að klára allt og einbeita mér að framtíð og fjölskyldu og vildi bara að ég gæti skellt á fast forward. Hef bara verið hress þessa meðgöngu, hefur reyndar sjaldan liðið betur.
Skellti hér inn einni sónarmynd af krílinu, finnst það vera með minn prófíl, alla vega mínar litlu varir. :O)
En alla vega er allt yndislegt að frétta og allt gengur svo ótrúlega vel að ég bara hef ekki yfir neinu að kvarta. :O) Mússí múss.
Turner.
1 ummæli:
Frábært að heyra, enda áttu það nú líka svo sannarlega skilið krúttið mitt!!! Stór knús frá mér :o*
Skrifa ummæli