mánudagur, janúar 21, 2008

Gaman gaman

Jamm, lífið bókstaflega fýkur áfram, ég er komin næstum 24 vikur á leið og á eftir 8 vikur í vettvangsnáminu mínu.

Það hefur vægast sagt verið nóg að gera og mörgu að sinna. Ofan á allt bættist ferð á slysadeild með hann Sigga minn sem datt á markstöng á æfingu og beyglaði hana vel, jamm, og hausinn sinn aldeilis líka. Það kom góð kúla, mikið blóð og 4a spora skurður á hausinn á honum, samt var hann heppinn því hann var með húfu. Merkilegt hvað allt gengur vel og svo koma svona rispur inn á milli, hvort sem það eru veikindi eða eitthvað svona. Daginn eftir hringdi svo skólahjúkkan í mig vegna þess að Siggi er víst mjög litblindur og rauðgrænt ef þeir litir eru saman svo við fórum til augnlæknis í dag. Jamm, og svo er það saumataka á morgun. Hahaha.

En jæja, maður þarf víst ekki að kvarta undan svona smámunum því allt annað gengur sko aldeilis prýðilega vel. Vildi bara aðeins hripa niður nokkrar línur. Hér er svo mynd af þeim sætustu bræðrum í heimi, við jólatréð. :O)
Kv. Turner.

1 ummæli:

Sigga Gunna sagði...

Alltaf gaman að heyra frá þér :o) Bestu kveðjur til allra frá mér!