Já, stelpur, það er engu líkara en að hér sitji ný manneskja!
Þannig er mál með vexti að ég held að ég hafi frelsast, fengið vitrun eða hvað þið viljið kalla það.
Ég fór nefnilega á opið hús í morgun á Hólmasól sem er nýr leikskóli hér í bæ.
Áður en ég fór hafði ég alveg áhuga á hjallastefnunni og fannst spennandi að kynna mér hana en þegar ég var búin að standa þarna í hálftíma og varð vitni að söngfundi var ég algjörlega sannfærð um að þetta væri málið!
Ég hef aldrei fengið svona tilfinningu áður, verð bara að segja vá!! Ég keypti þessa stefnu og þetta starf algjörlega af heilum hug og stóð í raun bara agndofa og horfði á þessa frábæru enstaklinga, bæði börn og starfsfólk og það eina sem ég hugsaði með mér var: af hverju var ekki svona leikskóli þegar strákarnir voru yngri? Þarna sátu börnin og sungu um vináttuna, fengu að njóta sín einstaklingslega og sungu lög með texta sem skipti máli! Lög Jóhannesar úr Kötlum í staðinn fyrir Í leikskóla er gaman! Aðspurð um þennan mun svaraði Magga Pála að láta börnin syngja það síðarnefnda væri bara morð og að börn væru engin hálfvitar heldur fyllilega viti bornir einstaklingar sem væru bara mjög gáfaðir. Frábært!
Hjallastefnan virkar á mig eins og hún sé það eina rétta, það rétta og hreina í samfélagi sem er það kannski ekki. Það er unnið af heilum hug með hana og allir eru frábærir! Sjálfsstyrking á sér stað öllum stundum og einstaklingarnir viðurkenndir sem hugsandi, gáfaðir og yndislegir, hvort sem um ræðir stelpur eða stráka. Magga Pála benti okkur til dæmis á að strákar á Hjallastefnuskólum væru duglegri í söng en ef kynjablandað væri og stelpurnar þornari og ófeimnari. Þetta var sýnilegt á fundinum í morgun. Þarna leiddust kynin niður tröppurnar, tvö og tvö í einu og báru virðingu hvort fyrir öðru. Þau sýndu virðingu með því að horfast í augu og viðurkenndu tilvist hvors annars á annan hátt en áður. Þetta er alveg málið og svei mér bara ef ég er ekki orðin bara frelsuð. Í það minnsta bauð Magga okkur að mæta í vettvangsnám og bauð okkur bara velkomnar og mér finnst ekki spurning um að hreinlega bara taka því!! Og ég get ekki sagt annað en að ég sé yfir mig spennt yfir því. Ég vona bara að fleiri en ég geti upplifað svona fund því ég held að enginn manneskja efist um ágæti þessarar stefnu eftir slíkt og þvílíkt.
Takk fyrir. Törner Hjalli.
föstudagur, október 27, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hæ, ég gæti ekki verið meira sammála. Er að verða búin að lesa allt sem hægt er að finna inni á heimasíðu Hjalla og þetta smellpassar allt við það sem mér fannst í morgun, sem sagt tær snilld. Sé þig í verkefni á mánudaginn kl. 9.30 held að ég hafi verið svo uppnumin eftir heimsóknina í morgun að ég gleymdi að ræða það við þig. Bæjó Stína
Hehe, það voru fleiri. Maður var ekki í neinu spegúleringarformi nema þá bara varðandi Hjallastefnuna. :O)
Hva. . þessi stefna hefur alveg heilaþvegið ykkur heyrist mér :D
Annars bar að kvitta fyrir mig. .
Skrifa ummæli