miðvikudagur, janúar 04, 2006

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og..

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.

2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.

3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.

4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.

5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.

6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.

7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!

Og hana nú! Próftíðin mín loksins búin og kominn tími á smá bloggerí.
Endilega kommenta svo, ég bíð spennt.
Turner.

8 ummæli:

Sigga Gunna sagði...

Fyrst að þú gerðir hjá mér þá geri ég já þér:o) Kveðja Sigga Gunna

Stina sagði...

Jamm, Sigga mín, rétt skal vera rétt. :O)

1. Ég hef aldrei saknað þín eins og síðustu daga.

2. Ég er undir þínum áhrifum í dag...og verð áfram enginn vafi er um það ;O)

3. Bananabrauðsbragð, enda bakaðirðu handa mér á afmælinu.

4. Þegar við vorum að reikna saman í stæ 0152 niðri á kaffistofu, fórum svo á Sólborg og fengum okkur hádegismat.

5. Þetta er auðvelt...FISKUR, enda er það ekkert smá fyndið, að horfa á þig leika hann! Hahaha, en líka gíraffa pósan þín.

6. Hvað er það við karlmenn í úlpum sem heillar þig? Öryggi eða dulúð? :O)

Sigga Gunna sagði...

Æji takk dúllan mín :o) Hlakka til að sjá þig!

Nafnlaus sagði...

je

Stina sagði...

1. Þú ert orðin að heilsufríki! :O)

2. U2, ekki spurning, sennilega In The Name Of Love

3. Ekkert sérstakt bragð, en ég gleymi aldrei sörunum sem þú bakaðir í Snægilinu einu sinni.....jöööömmmmí!

4. Þegar ég var kasólétt af Gústa og þið Jói sóttuð okkur Sigga og við fengum far með ykkur út á Hjalteyri...þú sagðir ekki orð!

5. Þú minnir mig oft á, einhverra hluta vegna á hvítan páfagauk :þ...bara af því mér dettur ekkert annað í hug

6. Hver er töfratalan þín? :D

Nafnlaus sagði...

Blee...darling, kíki reglulega hingað inn og kommenta nú =)
Lots of love Harpan

Stina sagði...

Jæja Harpa mín! :O)

1. Ég man ótrúlega vel eftir hjólabuxunum þínum..langaði alltaf svo í þær!

2. Úff, ekki spurning...Metallica..nothing else matters og reyndar líka rokkkarlinn þarna sem þú elskaðir í hva...sjötta bekk? Great balls of fire. ;)

3. Veit ekki af hverju, en bláberjabragð ert þú!

4. Jamm, Hjalteyrarskóli og leikfimi með Berthu Bruuvik. Þú hlóst svo mikið!

5. Tiger!! Grrrrrrrr

6. Muntu taka þér nafnið King þegar þú giftir þig og vera Harpa King? :)

Skelltu þessu á bloggið þitt gella!

Nafnlaus sagði...

Hehehe nokkuð góð svör hjá þér og bara aldrei að vita nema ég verði Harpa King some day =)
Nei....held samt ekki Harpa Þórðar er of fast :O)
Lots of love Harpan