þriðjudagur, apríl 15, 2008

Næstum 36 vikur!

Hæ hæ krúttin mín (og þið hin sem rákust á bloggið mitt).
Lífið gengur sinn hæga vanagang á meðan maður bíður eftir að litla krúttið láti sjá sig. Merkilegt hvað manni getur leiðst að hanga svona heima, vanur því að vera alltaf á fullu í skólanum í um eða yfir 20 einingum en núna veit maður varla hvað maður á af sér að gera. Sumt sem ég geri er ekki hollt, ég er til að mynda nánast búin að horfa á ÖLL fæðingarmyndbönd á youtube, lesa allar bækur á amtsinu um fæðingar og í raun ofurskipuleggja allt í kringum fæðinguna sem er kannski ekkert svo sniðugt þegar upp er staðið. Ég er komin með alla stóru hlutina sem mig vantaði og ég hef vægast sagt keypt það á flottum prís. Ég er komin með nýlegan Graco stól með base, nýtt hvítbæsað barnarúm með flottri astmadýnu, vagn með sér kerrustykki, hokus pokus stól, skiptiborð með baði og hillum og það allt á 30þús. svo ég er mjög sátt við sjálfa mig.

Nú er ég komin tæpar 36 vikur svo það er rétt rúmur mánuður í væntanlegan fæðingardag, en ég er mjög skotin í þeirri hugmynd að eiga þann 11. og er eiginlega búin að secreta það. 11. er mæðradagurinn og um helgi svo mér finnst hann upplagður. En jamm, allt gengur fínt í kringum óléttuna, nema tíminn vill varla haggast. Ég hef bara þyngst um 6 kíló eins og er og er ánægð með þá tilbreytingu. Grindin er að stríða mér, en ég lifi sko alveg af, hef flotta hjálp hérna heima og allir gaurarnir mínir eru að standa sig eins og hetjur. :O)

Ég sótti um framhaldsnám í menntunarfræðum í gær, brautin sem ég valdi er kennslufræði-hlutverk umsjónarkennara og til vara tók ég lestrarfræðin. Ég stefni svo á að taka þetta í rólegheitum fram á næsta vor að öllu óbreyttu og hlakka mikið til. Ég reyndar kvíði því að sama skapi, það er alveg nóg að reka heimili og vera með lítið kríli þó maður sé ekki líka í námi á meistarastigi en mér finnst þetta vera rétt nýting á tíma þar sem þetta gefur mér færi á að taka smá nám með. Vona bara að maður brilleri. Vona að sjálfsögðu líka að ég komist inn. :0)

Í dag er 31 dagur þar til krílið ætti að láta sjá sig og 31 skóladagur eftir hjá strákunum og 60 dagar í útskriftina mína! Ég get varla beðið. Þangað til læt ég mér bara leiðast. Skelli hér inn fallegum (not) bumbumyndum af mér (vegna áskoranna) og tek það fram að slitið er ekki nýtt, það er ekki alveg svona rautt eins og ég hafi verið klóruð af villidýri. Þetta er sumsé gamla, fallega slitið mitt frá fyrri barneignum. Njótið vel! :þ

Get ekkert fært til hérna í myndunum, skil ekkert í þessum ósköpum. Kannski koma þær bara út um allt! En bið alla vega að heilsa í bili.

Kv. Turner kúla.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ stína, sandra gamli vinur hér..
ég kíki nú alltaf við hjá þér svona öðru hvoru og mér finnst bumbumyndirnar þínar bara fallegar. það er ekkert óeðlilegt að það komi slit á meðgöngu ;)ég segi bara gangi þér ykkur vel og rosalega finnst mér þú duglega að ætla að bæta við þig meira námi með litla kútinn.. þú ert ótrúlega dugleg..
kveðja úr kópó og bið að heilsa bræðrum þínum og þeirra fjölskyldum

Guðbjörg sagði...

Uss...þarft ekkert að afsaka þessi slit...maður getur víst lítið að þeim gert :)
Þú ert annars sú magnaðasta sem ég þekki alltaf á fullu...ég ætla samt rétt að vona að þú leyfir þér að hafa það gott þessar síðustu vikur...það er víst nóg vinna að vera með ungabarn og svo þrjá stóra villinga að auki ;)
Annars bestu kveðjur í bæinn
kærlig hilsen fra Skagaströnd =O)

Sigga Gunna sagði...

Gaman að fá loksins frekari fréttir af þér. Er farin að sakna ykkar allra nokkuð mikið. Farðu nú bara vel með þig þessa síðustu daga fram að fæðingu litla krílisins... Hmmm, ég hélt að málið væri að eiga 6.... við Guðbjörg vorum einmitt sammála um að það væri rétti dagurinn ;)

Stina sagði...

Hæ hæ skvísur og takk fyrir kommentin. Slitin eru jú bara skemmtileg en ég gæti alveg lifað án þeirra. :O)

Ég er sko að taka því rólega núna og njóta rólegheitanna og svo verð ég bara í einhverjum nokkrum einingum. Það eru eitthvað skiptar skoðanir með 6.maí, sumir vilja bara eiga hann sjálfir! :O)

Ykkur að segja er ég til í þetta barn hvenær sem er, það er búið að vera djúpskorðað í 3-4 vikur núna. Ég hlakka bara svo til þessa alls og á erfitt með að bíða.

Ég er sko sannarlega farin að sakna ykkar allra alveg hrikalega mikið og hlakka til að sjá ykkur, þið eruð flottastar! :O)

Kv. Turner.

Nafnlaus sagði...

Stína Stína, að þú skulir láta slitin sjást, alveg til skammar! Þar sem þú hefur náttúrulega svona mikinn tína, allavega samkvæmt því sem þú sagðir hér á undan (fæðingarmyndböndin á youtube t.d.) hefðir þú náttúrulega átt að fótósjoppa myndirnar áður en þú skelltir þeim á netið :) :) :)

kveðja til allra frá mér sem bý á hálendi íslands ;)