Jamm, tíminn flýgur svo sannarlega áfram.
Allt gengur ljómandi vel og ég gæti ekki verið sáttari. Mig er þó farið að lengja eftir að klára skólann og geta almennilega einbeitt mér að barninu og óléttunni. Það líður stundum dagur án þess að ég hugsi um þetta litla kríli, reyndar er barnið duglegt að minna á sig og spörkin eru stundum mjög hress, en samt eru þessar hreyfingar ótrúlega dannaðar og skvísulegar. Þannig að hér er hugsanlega á ferðinni lítil skvísa eða kvenlegur strákur. :O)
Nú á ég eftir 4 eiginlegar vikur í vettvangsnáminu, en 3 þeirra fara í æfingakennslu og svo ein áætluð í skýrslugerð. Ég ætla að gera eitthvað frábært þegar ég klára þetta allt saman og hafa það síðan náðugt þær vikur sem eftir verða þá af meðgöngunni. En alla vega, allt gengur vel og við erum öll kát með þetta allt saman.
Kær kveðja til ykkar fjölmörgu sem lesið síðuna mína, hehehe. (Sumsé Sigga Gunna) :O)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Sæl mússan mín...ég kíki hérna endrum og sinnum en samt ekki nógu oft...og er nú meira að segja á undan Siggu Gunnu að setja inn athugasemd íííhaaa =o)
jú maður tekur bloggrúntinn, þó það sé þónokkuð sjaldnar en þegar maður átti að skrifa ritgerðir ;)
en gott að vita að fólk er enn að blogga
kv Alda
Jamm, kannski þetta sé bara merki um að ég eigi að vera að skrifa skýrslu núna? Hehe. Gaman að sjá ykkur skvísur, mússí múss. :O)
Kv. Turner.
Ég er hérna líka :) Skil þig vel að hlakka til að klára skólann og einbeita þér að óléttunni. Það er svo gaman að mann langar ekkert til að pæla í einhverju öðru líka.
Kv. Eyrún
Hvernig væri að þú myndir senda mér eina bumbumynd þar sem við erum svo latar að heimsækja hvor aðra :)
Sveitalúðinn :)
Jahá, það er aldeilis að maður fær fréttir af fólkinu sínu ;) til hamingju með litla púkann.. vonandi förum við að kíkja norður.. þá kannski rekst maður á ykkur ;) kv Daggrós frænka
Skrifa ummæli