fimmtudagur, nóvember 08, 2007

Eftir viku er ég búin!

Jæja elsku krúttin mín.
í dag var góður dagur, ég kláraði 70. kennslustundina mína!
Það hefur aldeilis verið frábært að kenna og skrítið að hugsa til þess að þetta sé að verða búið!
Maður á eftir að sakna allra barnanna og þessa frábæra starfsfólks sem er þarna í skólanum.
Allt hefur gengið prýðilega, fékk 9,5 í vettvangsnáminu og mín var bara mjög sátt við það.
Á miðvikudaginn í næstu viku, stuttu eftir hádegi, verð ég sumsé búin með æfingakennsluna. Þá tekur við nýja vinnan mín sem er á Naustatjörn. Ég er farin að hlakka mikið til og vona að það muni allt saman ganga prýðilega. Fyrir ykkur sem hafa áhuga hefur heilsan verið góð, maður er að verða aðeins blómlegri og spennan farin að gera vart við sig, en í raun hefur verið alltof lítill tími til að njóta sín ef svo má að orði komast. :O)
Það styttist sumsé í stóru atburðina alla og þeir verða í raun allir á tímabilinu maí-júní!
Jæja gæs, best að fara að nýta tímann sinn, ekki veitir af.
bið að heilsa.
Kveðja, Turner, to be Teacher.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ gaman að heyra hve vel gengur, þú ert greinilega á réttri hillu í lífinu:o)Var reyndar aldrei í vafa um að þú myndir standa þig. Til hamingju með ALLAN árangurinn:o)Proud of you sis:o)Kær kveðja frá okkur úr borginni:o)
Kalli

Sigga Gunna sagði...

Vissi alltaf að þú ættir eftir að standa þig í þessu :o))