fimmtudagur, október 12, 2006

Læf iss læf

Jamm, satt er það eða þannig. :O)
Lífið flýgur áfram og þessi önn verður örugglega búin áður en ég veit af hreinlega! Ég er að reyna að vera voða dugleg núna þessa stundina og verð að segja að mér tekst bara ágætlega upp (fyrir utan þessa tímaeyðslu að vera að blogga). Ég þarf að klára íslenskuverkefni 1200-1500 orð um stam, tvö verkefni í leikskólafræði bíða þess að byrjað sé á þeim, þau fjalla reyndar bæði nánast um sama hlutinn. Nú, svo er það enskan en honum Rafni gengur ágætlega að smita mann af áhuga og fær mann til að gera ólíklegustu hluti, þar á meðal að vinna hálfgerða sjálfboðavinnu.
En já, tíminn flýgur og strákar og karl hafa það gott, karlinn vinnur myrkranna á milli og ég sé hann hreinlega ekki neitt, nema rétt til að kyssa hann góða nótt á kvöldin þegar ég fer að sofa og hann að vinna!
Strákarnir eru duglegir í skólanum og eru báðir rosa lestrarhestar. Siggi kom heim eins og sól í heiði um daginn og tjáði mér að hann hefði verið í lestrarprófi og hann hefði klárað blöðin! Þetta gerði samtals 326 atkvæði, sem reyndar segir mér ekki neitt nema að það sé mjög gott, að minnsta kosti af brosinu hans Sigga að dæma. Gústi er samur við sig, því miður gengur ekkert voða vel að eignast svona einhvern einn vin sem þýðir að hann er enn voða mikið með strákunum stóru, Sigga og Sponna og co, en það er allt í lagi svosem, á meðan hann hagar sér eins og maður. Í skólanum er Gústi kominn með passa á bókasafnið þannig að hann má bara fara til Svanfríðar hvenær sem er og stimpla sér bók til útláns, ég fékk að fara með honum þangað í dag og hún kallaði hann lestrarhestinn. :O)
Þannig að hlutirnir gætu ekki gengið betur, ja, nema ef ske kynni að ég fengi að hitta manninn minn annað veifið. :o s Verð bara að horfa á þennan hérna á meðan...




Svo styttist bara í nóvember með öllum sínum 5 aukaeiningum! Þannig að það er best að koma sér að verki people!!
Kveðja, Stæner Turner.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ krúttið mitt. Takk fyrir síðast, i´m so in love:) Þetta var yndislegur dagur! Þakka þé kærlega fyrir ræðuna þína, mér þótti ekkert smá vænt um þetta.Bréfið verður geymt eins og fjársjóður:)
Ég ætla ekki að reyna að kíkja á þig áður en ég fer út!! Ég mun koma í kaffi:) Heyrumst elskan mín.

Nafnlaus sagði...

Iss, ég get nú bara sofið ber með fótboltann sem að strákarnir eiga, og þú horft á mig þannig.

Love Brói.

Stina sagði...

Grrrr, það væri ekki svo vitlaus hugmynd darling, enda tæki ég þig fram fyrir Cisse anyday sko! :O)
Þú veist að þú ert bestur.
Rassgatið mitt!

Aðalheiður sagði...

Þið eruð hress!

Sigga Gunna sagði...

Þú ert alltaf jafn hress Stína mín... You go girl!!!

Nafnlaus sagði...

Cisse er bara glerfótur sem kann ekki fótbolta! En Stína, hann er fljótur að hlaupa og giftur þannig að þú gætir aldrei náð honum :D Kveðja....Joey Bee.