þriðjudagur, október 24, 2006

Helló ðer pípúl

Jamm, ég fékk alveg hreint hláturskast í enskutíma í dag þar sem mér varð hugsað svo innilega til hennar Valgerðar Sverrisdóttur, sem er nota bene UTANRÍKISRÁÐHERRA og framburðar hennar. Ég skil ekki að þessi kona fái að gegna þessu embætti þar sem ég er þess fullviss að flestallir íslendingar gætu borið ensku betur fram en hún. Ég er ekki að meina þetta neitt illa eða þannig, konan er örugglega hin ágætasta, en að mínu mati þarf utanríkisráðherra að kunna að tala á erlendu tungumáli. Þessi umræða kom aðeins upp í enskutímanum áðan og mig langaði að koma aðeins inn á hana hér. Annars er voðalega lítið að frétta, hef verið annaðhort heima að gera allt eða í verkefnavinnu . Hlakka ekkert smá til þegar karlinn hættir á þessum vöktum og ég endurheimti krafta hans. Sé vel núna hvað hann hefur gert mikið hér heima! Og sé eftir að hafa alltaf verið að nuða í honum að hann gerði of lítið!
Hann er nú meiri elskan.
Af strákum er lítið að frétta, þeir stækka og þroskast sem aldrei fyrr, hélt reyndar að Siggi gæti ekki vaxið meira, en það var nú bara vitleysa.
Þessir dagar fara mikið í að tala við börnin, lesa, læra og reyna að tala við minn elskulega eiginmann sem reyndar týndi hringnum sínum þannig að hjúskaparstaðan er kannski ekki örugg. :O)
Vá, ég veð úr einu í annað.
Ég sakna ömmu, vildi að í sólarhringum væru 60 klukkustundir og mig langar ekki að mæta allri vinnunni sem næsti mánuður hefur í för með sér....
:)
Kveðja, Stænerinn.

3 ummæli:

Aðalheiður sagði...

Hún valgerður er búin að fara bæði á enskunámskeið og þýskunámskeið! samvkæmt alþingi.is http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=13

Þó að það sé ekki allt gott sem kella er að gera þá er ég ánægð með eitt hjá henni, ég er ekki kvennremba eða neitt þannig en mér finnst kúl að hún sé með kvennkyns bílstjóra, held að hún sé sú fyrsta til þess!

Stina sagði...

Já ok, ekki vissi ég það. Mér finnst bara alveg hræðilegt að hlusta á hana og það versta við þetta allt saman er það að sum orðin sem hún var að reyna að segja voru svona strembin orð sem þeir sem geta ekki borið fram og ættu því ekki að vera að flagga þeim. :O)
Mér líkar ekkert illa við hana en stundum verður að huga að þeim þáttum sem áhersla er á í embættum þegar ráðið er í þau.
En það er bara mín áskorun....
Híhí

Sigga Gunna sagði...

Þú ert nú bara æði :o) Manni líur samt alltaf best þegar það er nóg að gera!!!