miðvikudagur, júní 21, 2006

Sumarið er tíminn

Já krakkar, sumarið er tíminn.
Guttarnir eru á fótboltaæfingum hjá ÞÓR alla virka daga frá 10-12 og þann tíma hef ég notað til lesturs og vinnu við lokaritgerðina mína. Það gengur bara ágætlega alveg hreint. Það sem er helst af mér annað að frétta er það að ég fór í killer partý á Moldhauga 16.júní en þar var húsbóndinn sjálfur með 50 ára afmæli og allt sem því fylgir. Ég gaf karlinum uppblásna dúkku í netsamfestingi í afmælisgjöf, en stúlkan sú var með göt alls staðar...samt lak ekkert loft úr henni. :O) Það var svo gaman að djamma á Moldhaugum á ný og það með henni Siggu minni....sem ég sakna alltaf meira og meira.
Það var hrikalega gaman þó dagurinn á eftir hefði ekki verið eins hress. En ég ætla ekki að fara út í þá sálma hér....
Ég er alltaf að jafna mig meira á því að hafa ekki tekið raungreinaprófin en fylgist samt náið með einkunnunum úr þeim.
Ég hef líka ákveðið að taka leikskólakennarann með grunnskólakennaranáminu og ef allt gengur þá sem skyldi útskrifast ég sem bæði leik- og grunnskólakennari í júní '08. (Verð samt orðin grunnskólakennari um áramótin '07 '08.) Ég er bara farin að hlakka til og ég hef það ógisslega næs þessa dagana. Er að fara í grillpartý næstu helgi til hennar Heiðu minnar sultu og svo fara öll júlí afmælin að taka við, þar á meðal stórafmæli karlsins þann 25.
En lifið heil....því það geri ég.


Kv. Turner.

7 ummæli:

Aðalheiður sagði...

Hlakka til að sjá þig á laugardag. skv. veðurspá á að vera gott veður þannig að það verður pikknikkstemming í garðinum heima ;););)

samkv. mínum heimildum á stefaníu náðu 3 upptökuprófinu í stæ, 50% af þeim sem reyndu við prófið.

Stina sagði...

Já, heldurðu ekki að maður hafi bara lesið eittvhað vitlaust, kannski það sem maður vildi sjálfur sjá...skil ekki alveg hvernig ég fékk þetta út...en what the hell!
Hlakka til að sjá þig gella.

Nafnlaus sagði...

Það hefur greinilega verið stemmari á ykkur 16 júní. Ég er bara sármóðguð að þið hafið ekki einu sinni bjallað á mig!!

Stina sagði...

Já elskan, af því þú ert svo dugleg að bjalla í okkur? Maður sér ekkert nema djammyndir af þér og ekki hef ég fengið hringingu ennþá....
Og já það var stemmari.Eitt af þeim fáu skiptum sem ég hef farið út og ekki einu sinni nennt að kíkka í bæinn á eftir, fólkið var ótrúlega skemmtilegt. :O)

Nafnlaus sagði...

Hehehehe já einmitt :D Við vinnum þetta upp á bekkjarmótinu. Annars vildi ég bara segja.... Svöl í Mogganum í dag. Og gaman að lesa um kjólinn :D Heyrumst darling :*

Aðalheiður sagði...

Mín bara í mogganum í gær, flottust!

Sigga Gunna sagði...

Langaði bara að senda þér smá kveðju héðan að Vestan. Er búin að hafa það mjög gott hérna í sumar :o) Hlakka samt til að sjá þig aftur í ágúst. Búin að fá íbúð í Skarðshlíð :o)