fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Tungusagan mikla


Já...
Ég sit hérna og finnst ég verða að skrifa eitthvað.
Ég er búin að læra mikið á síðustu vikum þar sem Ágúst Már er búinn að vera að brillera í alveg hreint ótrúlegum hlutum, það er slysum.
Ósköpin byrjuðu kvöld eitt í baði þegar honum datt í hug að fá MIKLA sápu í augun og ég ætlaði aldrei að geta skolað hana úr þeim, en nei það var ekki einu sinni byrjunin á ósköpunum.
Daginn eftir fót hann út að leika með Sigga og Sveini vini hans, sem væri svosem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að hann kemur hérna inn öskrandi, spýtandi vlóði og hvorki hann né ég vissum okkar rjúkandi ráð. Það kom svo í ljós að hann hafi verið í einni krónu, falið sig bakvið ljósastaur (sem er sérlega góður felustaður að hans mati :O) ), sleikt útum og....voila, tunga og vör FRUSU föst við staurinn. Minn litli gutti vissi auðvitað ekkert hvað hann átti að gera svo hann reif/sleit sig bara lausann.!
Nokkrum dögum seinna (3-4) kom hann svo inn aftur eftir að hafa spurt eftir Sponna og aftur heyrðum við öskur, en í þetta sinn meiri og sárari. Blóðið að sama skapi mikið og spýttist út um allt og allt kom það úr munninum á honum.! Sem betur fer var Brói heima, en við héldum fyrst að hann hefði endurtekið leikinn með ljósastaurinn, þar til annað kom í ljós.
Hann hafði dottið í stiganum ,lent á hökunni og höggvið hálfa tunguna í sundur með tönnunum. Ekki nóg með það heldur fóru tennurnar í gegnum vörina líka.
Það var brunað upp á hospital og drengurinn skoðaður, enginn hafði séð svona nokkuð áður og læknarnir klóruðu sér bara í hausnum og sögðust þurfa á sérfræðiáliti að halda! (Hvað eru þeir þá?) Þá kom hress skurðlæknir sem spurði Gústa hvort hann hefði bitið í tunguna á sér. Gústi neitaði og lék með miklu látbragði þegar hann datt og lenti á hökunni sinni. Þá spurði læknirinn hvort hann hefði verið svangur. :O) Sá læknir ákvað síðan að það þyrfti að svæfa drenginn og sauma tunguna. Svo fór hann yfir spurningalista þar sem hann spurði Gústa hvort hann reykti og fleira. Svo var brunað með hann upp á deild og þar tóku svæfingalæknar við litla stráknum mínum og ég mátti EKKI vera með honum þegar hann var svæfður.
Allt gekk vel (lítur út fyrir) og við eyddum nótt á barnadeildinni. Gústa leiddist það ekki en ég svaf lítið. Gústi er ekki vanur að þegja og reyndi að tala strax og hann vaknaði, greyið litla.
Gleymdi að segja frá því að ég ákvað að skreppa og pissa á meðan var verið að sauma guttann og það sem mætti mér í speglinum minnti mig bara á þegar ég var að gera að fiskinum á Hjalteyri í gamla daga. Ég var öll í blóðslettum, sem enginn hafði haft fyrir því að segja mér frá!
En já, í dag er tungan mun betri, en það er enn stórt stykki se einhvern veginn virðist standa upp úr henni, kannski grær það, kannski er það bólga,ég bara veit það ekki. Okkur var ekkert sagt að mæta í neina efftirskoðun eða neitt og var sagt að saumarnir færu sjálfir og fleira. Okkur finnst það frekar skrítið, en við sjáum aðeins lengur til með hvað við gerum, kannski kíkkum við bara á Friðrik lækni og biðjum um álit.
Það eina sem ég veit er það að ég lærði mikið á þessu og vonandi Gústi líka.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æji greyið litla, þetta er engin smá hrakfallasaga...
Vildi bara svona kvitta fyrir mig, sýna að ég les síðuna endrum og sinnum:)vonandi hafið þið það sem allra best (fyrir utan áðurnefnda tunguhrakfallasögu) og við sjáumst nú vonandi í sumar...
KV Silja

Sigga Gunna sagði...

Já börn eru hress... ;) Hlakka til að sjá þig á morgun, krútta mín!

Nafnlaus sagði...

Æi.....greyið litla, alltaf að meiða sig. Alger hrakfallabálkur greinilega hér á ferð =) Vona að tungan nái að gróa vel og að þetta sé komið í bili :o) Love Harpan

Nafnlaus sagði...

YOU VE BEEN HIT BY THE

|^^^^^^^^^^^^|
|BEAUTIFUL truck | |""";.., ___.
|_..._...______===|= _|__|..., ] |
"(@ ) (@ )""""*|(@ )(@ )*****(@

ONCE YOU VE BEEN HIT, YOU HAVE TO HIT 8 Beautiful People IF YOU GET HIT AGAIN YOU LL KNOW YOU RE REALLY BEAUTIFUL! IF YOU BRAKE THE CHAIN, YOU LL BE CURSED WITH UGLYNESS FOR 10 YEARS SO PASS IT HIT WHO EVER YOU THINK IS BEAUTIFUL!