fimmtudagur, janúar 19, 2006

Bústaður og afslöppun

Jæja þá styttist í bústaðarferðiNA okkar sultanna. Það verður farið annað kvöld og komið á sunnudag. Bóndinn skilinn eftir á bóndadegi og allt! Börnin rænd playstation tölvunni og mamma með singstar með sér.
Svo segist ég vera að fara að læra!
Kannski læra að slappa af fyrir það sem koma skal.
Planið, dagskráin, veigar og matur allt í plani og nefndarálitum og allt lítur út fyrir notalegar stundir í pottinum og sófanum.
Ég hlakka svo til!! Það er þó ekki laust við að ég sé haldin örlitlum aðskilnaðarkvíða, en ef ég hef lært eitthvað af svona momentum þá er það það að ég er að skilja strumpana eftir hjá besta manni og pabba í heimi. Enda eru þeir algjörir snillingar saman, strákarnir þægir og pabbinn fær notalega stund með strákunum sínum. Og ég með stelpunum mínum. Þá hlakkar ekki minna til en mig. :)
Annað í fréttum er það að ég er snillingur. Fékk 6 í stærðfræðinni og 7 í eðlisfræði og aðrar einkunnir voru á bilinu 8 til 8,5.
Allt gengur vel og lífið er gott.
Kveðja Stæner Turner, sem er minni Turner en áður! ;O)

2 ummæli:

Sigga Gunna sagði...

Það verður án efa alveg meiriháttar gaman hjá okkur :o)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með góðar einkannir =) Annars vildi ég bara kvitta fyrir mig.
Lots of love Harpan