þriðjudagur, október 11, 2005

Já, bara hress!!

Já, eftir að hafa ferðast um síður annarra klúbbmeðlima og hneykslast á því hvað þeir bloggi lítið, ákvað ég nú bara að taka á sjálfri mér! Þannig að hér eru smá fréttir.
Það er ekki spurning um það að ég er lifandi, hef sennilega aldrei lifað uppteknara lífi samt heldur en síðustu daga. Það er alveg sæmileg pressa á okkur 2.árs nemunum og við höfum nóg að gera. Það er nóg af verkefnum og ýmist eru dregnir félagar eða þá að maður velji sér sína gömlu góðu. Það er ekki auðvelt að muna hver er með manni í hvaða verkefni, nema kannski einstaklingsverkefnunum, en eitt er víst að það er klikkað að gera.
Strákarnir hafa það næs, Gústi er í skóla hjá afa sínum og er farinn að stauta sig áfram, las meira að segja titilinn á bók pabba síns í gær, ég ætla ekki að hafa hann hér eftir :)
Hann Gústi er farinn að fullorðnast og er orðinn alveg rosa góður strákur.
Siggi minn er alltaf jafn duglegur og góður, elskar að mæta í skólann en ef það er einhver ótti sem hann lifir í þá er það óttinn við að mæta of seint eða verða veikur! Já, ég er eiginlega alveg sammála honum Sigga mínum, skólinn er bara málið.
Núna er ég að reyna að vinna í verkefni tengdu aldursblöndun eða samkennslu, en gengur ekki alveg nógu vel. Maður er bara rétt að slíta síðasta verkefni, sem nota bene var um ALLT annað, þá er maður byrjaður á því næsta. :O)
Brói minn er að vinna á næturvöktum og ég get svo svarið það að ég bara get ekki án hans verið. Mig dreymir bara ömurlega hluti og er alltaf á milli svefns og vöku og vakna þreytt! Sýnir bara hvað ég er vonlaus án hans, enda er hann krúttið mitt.
Ég er að pæla í að vinna af mér pínu og kaupa jólagjafir og kannski græja jólakort í vikunni. Það yrði alveg geggjað að geta það, en eins og er er það bara pæling.
Svo er bara að mæta í afmæli í dag til hennar Eyrúnar okkar!! Veiveiveivei.
Til hamingju með afmælið skvís.
Bið að heilsa öllum, Stæner Turner.

2 ummæli:

Sigga Gunna sagði...

Bara að minna þig á það hvað við erum æðislegar :o)

Aðalheiður sagði...

Bara að minna þig á að blogga! Það er kaldhæðni að hneikslast yfir því að enginn bloggi ef maður gerir það ekki sjálfur!