miðvikudagur, júní 18, 2008

The teacher!

Jæja, þá er það allt saman afstaðið og ég orðin leik- og grunnskólakennari!

Útskriftin var frábær, ég var búin að hafa miklar áhyggjur af Ingólfi Bjarka en hann var eins og engill við pabba sinn sem stóð sig eins og hetja.

Dagurinn var alveg ótrúlega skemmtilegur og ég held að ég hafi aldrei upplifað að einhver dagur snérist bara um mig. Ég fékk engar smá gjafir og er alveg að springa úr gleði yfir þessu öllu saman. Brói hélt mjög flotta grillveislu fyrir mig og var á fullu allan daginn, fyrst með Ingólf Bjarka en síðan í veislustússi. Flottur karl, ég var mjög þakklát og ánægð með hann eins og alltaf.

Ég þurfti að fara tvisvar sinnum upp og taka við skírteinum og datt ekki, rak ekki við og bara hreinlega lifði það af og stóð mig nokkuð vel. :O)

Meðaleinkunnin mín var 8,34 og ég er mjög stolt af henni, ekki síst þar sem að baki henni liggur mikil vinna og stuðningur frá öllum hérna heima.

Ingólfur Bjarki heldur áfram að dafna vel, er kominn með væna undirhöku og er að skríða í fimm kílóin, búinn að bæta einu á sig frá fæðingu og hann er rétt þriggja vikna. Hann á örugglega eftir að verða ansi þéttur og flottur gaur. Hann er áfram jafn vær og fyrr, aðeins farinn að vaka meira og meiri persóna að koma í hann, hann er líka farinn að brosa sem getur fengið mann alveg til að bráðna. Brói á bara þessa viku eftir og fer að vinna í næstu viku sem er svo sorglegt. Við höfum verið svo mikið saman síðustu vikur að ég á eftir að verða algjörlega vængbrotin þegar hann verður ekki eins mikið heima. Við verðum þá bara að nýta tímann vel sem við fáum saman.


Framundan er meðal annars tíu ára afmæli Sigga, fimm ára brúðkaupsafmæli okkar Bróa, eyjaferð hjá Sigga og margt fleira spennandi. :O)

Heyrumst, Turner leik-og grunnskólakennari.

5 ummæli:

Guðbjörg sagði...

Til hamingju enn og aftur með þetta allt saman...þú ert frábær =O)

Nafnlaus sagði...

hæ hæ elskurnar
innilega til hamingju með þennan áfanga í lífinu, þú ert ótrúlega dugleg að klára þetta og mátt sko alveg vera stolt af árangrinum þínum, þetta er líka snilldar meðaleinkun hjá þér ;)
pé ess.. þú lítur rosalega vel út svona "nýborin" hehe
kveðja úr kópó, sandra

Sigga Gunna sagði...

Til hamingju með þetta allt Stína mín. Hlakka til að sjá ykkur þegar ég kem norður :o)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta. Þú stóðst þig vel, enda ekki við öðru að búast af þér :) Hugsaði til þín á útskriftardaginn en komst því miður ekki í veisluna.
Kveðja Eyrún

Sigga Gunna sagði...

Verð á Akureyri á miðvikudag og fimmtudag í næstu viku. Hlakka til að sjá ykkur og þó sérstaklega nýja fjölskyldumeðliminn :)