sunnudagur, júní 01, 2008

Draumur í dós





Hæ hæ.

Verð bara að segja að síðustu dagar hafa verið alveg sérdeilis prýðilegir.

Drengurinn er algjör draumur, sefur og drekkur, er svo innilega vær og góður að það hálfa væri nóg. Hann grætur voðalega lítið og er svo flottur þegar hann vakir, mér finnst hann bara stækka með hverjum deginum. Hann er kominn með undirhöku og alles, er svo flottur að ég er að springa úr monti. Nóg er nú montið í manni en það má alveg monta sig af svona gaurum. Strákarnir sjá ekki sólina fyrir honum Ingólfi Bjarka og eru vægast sagt hjálpsamir. Það hefur verið voða rólegt hjá okkur Bróa hér heima með Ingólf og það hefur verið notalegt. Hann fór í fyrsta skipti út í vagn í dag og í sitt fyrsta bað. Honum tókst líka næstum því að pissa upp í mömmu sína eftir baðið, haha. Svo fer víst bara að líða að útskriftinni og ég ekki enn farin að fatta það einhvern vegin. Ég er svo föst í þessari óléttu og barneignum að ég hef varla haft tíma til að hugleiða hana. Það verður grillveisla að öllum líkindum, rólegt og næs en umfram allt skemmtilegt vona ég. Ég verð sennilega voðalega montin þann dag líka, hehe. Ég er farin að hlakka til að taka á móti plöggunum. En jæja, nóg um það, skelli hér inn myndum af Ingólfi Bjarka og vona að þið njótið vel. :O)

Kveðja, Stína montrass.

3 ummæli:

anneli sagði...

Tilhamingju kæra fjöldskylda!!

Hugsa til ykkar, og knús á línuna!!

Ykkar Anna Lisa

Nafnlaus sagði...

Hææ frænka og til hamingju með gaurinn, já og nafnið hans!! ekkert smááá sætur!! vonandi gegur allt vel með hann og stóru strákana auðvitað líka! :) Dv Daggrós og Hjalti Mikael

Unknown sagði...

Til hamingju med prinsinn....Stina strakamanna

Knus Anna Kenyustelpa