þriðjudagur, mars 25, 2008

52 dagar!

Jæja gott fólk.
Æ emm alæv, merkilegt nokk og eiginlega rúmlega það.

Það er nefnilega skemmtilegt að segja frá því að ég er búin með námið mitt! Ég kláraði sumsé vettvangsnámið með pompi og prakt þann 14. mars. Það var alveg rosalega skemmtilegur tími og ég mun sakna allra þeirra sem ég kynntist þar þannig að það var ljúfsárt að labba þaðan út. Náði mér í góða einkunn, 9,5 og vona að það sama komi úr vettvangsskýrslunni sem ég skilaði af mér, 97 blaðsíðna langri. :O)

Síðustu dagar hafa síðan í raun farið í það að njóta tímans með familíunni, enda langþráð að vera ekki að læra allar helgar og geta bara gert hlutina áhyggjulaus. Það er rosalega góð tilfinning að vera bara ólétt og heima og ég ætla sko að njóta hvíldarinnar.

Það eru sumsé 52 dagar eftir í að krílið fæðist, ég er að skríða í 33 vikur og líður bara mjög vel. Ég hef ekki þyngst mikið sem betur fer og finnst það fín tilbreyting. Það eina sem háir mér er grindargliðnunin og hún er ekki af skornum skammti. Mér finnst rosalega gott að fara í bað og það er sárt að snúa sér á næturnar. Suma daga get ég varla lyft fæti til að klæða mig og það er ömurlegt að vera full af orku sem varla er hægt að nýta. Ef ég er of dugleg fæ ég það margfalt í hausinn þannig að karlarnir mínir hér á heimilinu hafa verið extra virkir í að þrífa og hjálpa mér við það sem þarf að gera. Í gær var ég að þvo eitthvað af fötum og setja upp baðborðið og fékk smá fiðring í magann.

Ég er samt hrædd um að næstu dagar líði hægt þar sem ég er ekki að vinna eða læra og er vön því að hafa allt í gangi. Vona bara að þeir líði fljótt, get varla beðið eftir að krílið láti sjá sig. :O)

En sumsé, ég er á lífi og bara ótrúlega hress. See ya gæs.
Turner.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

flott hjá þér, og til hamingju með að vera búin með námið, bara eftir að útskrifast :)
Farðu vel með þig, þú verður bara að fara að sauma út eða stunda aðrar rólegar hannyrðir góða mín.
kveðja Alda

Stina sagði...

Ja, ekki fer ég að prjóna að minnsta kosti. :O) Jamm, ég tek því rólega, enda styttist óðum í litla brjálæðinginn. :)

Sigga Gunna sagði...

Já tíminn er alveg ótrúlega fljótur að líða... Það verður gaman að sjá litla krílið þitt sem kemur án efa í heiminn 6. maí ;)