Jamm, ég hef skrifað hér inn að minnsta kosti 2 færslur sem ekki hafa skilað sér og ég hef orðið frekar pirruð í þau skipti og heitið sjálfri mér því að hætta að blogga....en það nær ekki lengra en það.
Nú styttist í æfingakennsluna og hjartslátturinn aðeins farinn að aukast, í orðsins fyllstu merkingu, en spennan er líka til staðar. Ég er samt alveg lost í því hvað ég á að kenna þessar 30 einstaklingskennslustundir en í sameiginlega kvótanum kennum við nöfnur saman í 4. bekk. Mjög skemmtilegur bekkur og það verður gaman að vinna með þeim.
Ég er nýkomin að sunnan úr hressu fertugsafmæli hjá Strúnu frænku og ég skemmti mér vel og slappaði af í ferðinni, tók í spil, hitti ástvini og keypti mér ullarkápu sem ég elska. :O)
En ég ætla að hafa þetta stutt í þetta sinn og krossa fingur að þessi færsla skili sér. :O)
Allar tillögur og góð ráð vegna æfingakennslunnar vel þegið! :)
Mússí múss, Turner.
En ég ætla að hafa þetta stutt í þetta sinn og krossa fingur að þessi færsla skili sér. :O)
Allar tillögur og góð ráð vegna æfingakennslunnar vel þegið! :)
Mússí múss, Turner.
4 ummæli:
Bíð með góðu ráðin þangað til ég kem norður ;o) Hafðu það bar gott... ég veit að þú átt BARA eftir að standa þig vel í þessu....
Ef þig vantar ráðleggingar...þá er bara um að gera að hringja í Nýja kennarann á Skagaströnd...hann er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt ;)
já eða renna í kaffi í mývatnssveitina, alltaf nýbakað brauð á borðum þar plús ráðleggingar :)
mússí múss skvísur. :O)
Styttist í hittinginn og svona. En ég verð alltaf minna og minna stressuð með hverjum deginum sem líður og ég kynnist krökkunum betur. Þau eru ekkert smá yndisleg og skemmtileg. Liggur við að ég hlakki bara til að æfingakenna. :O)
Skrifa ummæli