mánudagur, ágúst 13, 2007

Jæja góðir hálsar...og verri :O)


Jamm, bara aðeins að láta vita af mér.
Ég er enn á lífi og vel það, endurnærð eftir frábært sumar sem hefur verið viðburðarríkt, vel nýtt, rómantískt og bara frábært á allan hátt.
Verð samt að segja að ég er meira en tilbúin að hefja haustið og klára námið mitt.
Nú er það loksins komið í ljós eftir endanlegan úrskurð Guðmundar Heiðars að bréf matsnefndar skuli standa og þá á ég bara eftir þessa einu önn og um áramót verð ég grunnskólakennari, en í janúar til mars fer ég svo í vettvangsnám, 10 einingar og útskrifast sem leik- OG grunnskólakennari í júní á næsta ári. Ég hlakka innilega til að klára þetta, en er örlítið stressuð að takast á við vettvangsnámið og æfingakennsluna, minnimáttarkenndin alltaf að stríða manni. Ég stefni hinsvegar á að standa mig úber vel og umfram allt reyna að njóta lærdómsríks tíma.
Skólinn byrjar sumsé á morgun og svo er það Oddak á mánudag giska ég á.


En mússurnar mínar, ég læt vita af mér oftar hér á síðunni í vetur en skrifin í sumar gefa til kynna! :O)
Óver end át, Turner.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að það er komin niðurstaða í þín skólamál og gangi þér allt í haginn, ég veit að þú rúllar þessu upp eins og öllu öðru...og ekki skemmir nýja lúkkið fyrir :)
kveðja Alda

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með niðurstöðuna voandi gengur allt vel hjá þér í vettvangs og æfingarkennslunni

Kveðja ein á brúninni í Kántrýbæ

Sigga Gunna sagði...

Veit að þér mun ganga allt í haginn mússa mín. Bestu kveðjur úr borg óttans :o*

Nafnlaus sagði...

Sæl litla systir, það er gott að botn fékkst í þetta mál. Ég verð að segja það að ég er virkilega stoltur af þér. Ég veit að bakvið þetta allt liggur ómæld vinna, ástundun, og agi. Og þú hefur bara rúllað þessu upp eins og þér er einni lagið. Haltu áfram þessum dugnaði stelpa og þú munt uppskera laun erfiðisins. Jæja, heyrumst seinna, og ég sendi þér hugheilar lærdómskveðjur:o)Og já, takk fyrir eftirlitið á Hlyn:o)Skilaðu kveðju til strákanna, hann er alltaf að tala um þá. Well ower and out:o)

Aðalheiður sagði...

Mússí múss, sæta mín, frábæt að það er komið á hreint að þú færð að klára báðar brautirnar :)

Oddak er náttúrulega gúrmei skóli, því er ekki að neita! Já og gangi þér alveg gríðarlega vel þar!