þriðjudagur, desember 12, 2006

Jólin nálgast óðfluga

Já góðir gestir.
Skemmst frá því að segja að ég er lifandi. Ég er búin í þessu eina prófi mínu og það gekk mjög vel þrátt fyrir mikið stress, ógleði og ælu sem virðist vera orðinn almennur fyrirboði prófs hjá mér. Ég byrjaði prófdaginn á því að kúgast og kúgast og Brói sagðist alveg sjá að ég væri að fara í próf. Ég slapp þó við blóðnasir í þetta sinn.
Síðustu dagar hafa farið í að reyna að gera eitthvað á heimilinu, taka til, skreyta, hugsa um börn og dýr og bara almennan jólaundirbúning. Í morgun fór mikill tími að horfa á allar rásirnar sem við Brói keyptum (var reyndar nokkuð frítt í bili) og ég get ekki annað sagt en að ég hafi haft gaman af. Horfði á BBC food og lærði að gera Paellu, krabbakokteil og salatdressingu, en eini gallinn er sá að ég veit að ég mun aldrei nota skeljar, krabba eða svona risarækjur í skel í mat.
:-s
Gústi er búinn að vera veikur síðustu daga og Siggi er orðinn skólaleiður, sem er nú saga til næsta bæjar. En það sýnir það bara að þetta er alltof langur tími að mínu mati, ég meina, krakkarnir byrja í ágúst!

En jæja, áfram með smjörið.
Ég hef eytt heilmiklum tíma í að þæfa, er búin að gera alveg helling af fallegum hlutum, þetta kostar ekki neitt og er ekkert smá gaman að gera, mæli með þessu. Svo er ég búin að vera að vinna í vinnubók fyrir handmenntina sem styttist í að ég þurfi að skila. Svo lítur allt út fyrir það að skítapappír verði að veruleika í dag ef allt fer fram sem horfir!! Hlakka bara til jólanna og alls þess sem þeim fylgir og ég hlakka líka til vettvangsnámsins sem ég fer í í janúar.
Mússí múss, vona að þið hafið það gott.
Turner.

1 ummæli:

Guðbjörg sagði...

hæhæ, frábært að prófið skuli hafa gengið vel og vonandi hefur allt annað sem þú hefur verið að brasa við gengið vel líka :)
Ég verð annars að fá þig til að kenna mér að þæfa fyrst að það er svona létt !!!