Jamm, þá er helmingi pappírsgerðar lokið, hestaskítur var fengin gefins uppi í Breiðholti og skellt í pott, á hellu úti á svölum ásamt nokkrum uppþvottavélatöflum og soðinn í nokkrar klst. Ekkert smá hressandi að hræra í svona pottrétti! Jammí jamm, hahaha.
Afsakið bara ilminn sem lagðist yfir bæinn í gær. Svo á að klára að búa til pappírinn í dag og ég er ekkert smá spennt að sjá útkomuna. :-)
Býst við að senda ykkur svo jólakort úr þessum pappír, hahahahaha.
Nei nei smá djók, en pappírinn...hann er alvöru og vegna áskoranna mun ég setja inn nokkrar myndir af þessu skítlega ferli hér inn á næstunni.
Mússí múss, það styttist í jólin.
Kv. Turner.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Þú ert svo mögnuð ;)
bíddu bíddu, ertu hætt við að senda mér jólakort úr pappírnum? ;)
Þú ert best, takk fyrir að vera svona hjálpsöm við mig :o)
Skrifa ummæli