sunnudagur, september 25, 2005

Klukkbylgjan

Jahérna, ég var klukkuð áðan.
Verst að ég þekki svo fáa bloggara sem ekki hafa verið klukkaðir.
En sumsé þarf ég að klukka fimm manns í bloggheiminum og þegar ég er búin að því eiga þeir (sem og ég) að skrifa fimm tilgangslaus komment um sjálfa sig.
Hér koma mín:

1. Ég missti næstum fótinn fimm ára vegna "beinátu", sem er e-s konar veirusýking
2. Mér finnst mjög óþægilegt að láta sjá mig ómálaða
3. Ég var búin að eignast mitt fyrsta barn ári eftir að ég hitti manninn minn
4. Ég sakna ömmu minnar ennþá og mun alltaf gera
5. Þegar ég var lítil og þurfti að losna við stríðni bræðra minna var ég með tvö ráð.....annað var að hrækja á höndina á Kalla, sem hljóp í vaskann og þvoði hana, enda sýklahræddasti maður ever...en sú seinni....var að ....girða niður um sig og glenna rassinn framan í þá við lítinn fögnuð, þar til þeir gáfust upp.....enda dánir úr viðbjóði

Jæja, ég veit ekki enn hverja ég ætti að klukka....kannski Eyrúnu á klúbbnum bara. :)
Stænerinn að læra.

3 ummæli:

Aðalheiður sagði...

Þú ert sikk, aumingja bræður þínir ;)

Nafnlaus sagði...

Þú ert bara snillingur mín besta :)

ást

Sigga

Sigga Gunna sagði...

Var búin að heyra þetta með bræðurna svo mér brá nú ekkert svakalega... Það er nú bara samt til ein Stína....